Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og félagar í franska NF2 liðinu Gratien unnu sigur í gær á Graffenstaden-2 56-64 á útivelli. Sigrún gerði 7 stig í leiknum en var ekki sátt með fyrstu mínúturnar hjá sínu liði.
,,Við byrjuðum ekki nógu vel þar sem spilaði örugglega inní að við ferðuðumst með lest í 3 klst og svo keyrðum við í ca 30 mín áður en við komumst loksins á hótleið. Leikurinn var mjög harður og það var leyft mjög mikið. Graffenstaden nýtti sér það mjög vel og spilaði mjög fast á okkur og við vorum alls ekki tilbúnar fyrir það. Fyrrihálfleikurinn var ekki nógu góður að okkar hálfu þar sem að við fórum að pirra okkur yfir hlutum sem við réðum ekki við. Í hálfleik fórum við yfir þau atriðið sem þurfti að laga og í seinnihálfleik fór þetta allt að smella, urðum jákvæðari og fórum að spila okkar leik,“ sagði Sigrún en Gratien er í 2. sæti deildarinnar með 5 sigra og 1 tapleik. Á toppnum er Aulnoyes með fullt hús stiga.