St. Gratien lið Sigrúnar Sjafnar Ámundadóttur er í 6. sæti frönsku NF2 deildinni að loknum þremur umferðum. Liðið hefur unnið tvo leiki og tapað einum. Um síðustu helgi vann St. Gratien stórsigur á USM Saran 99-58.
,,Við unnum frekar auðveldlega svo ég spilaði ekki mikið í leiknum,” sagði Sigrún í snörpu samtali við Karafn.is. Sigrún gerði samt 5 stig á þeim 19 mínútum sem hún lék í leiknum, tók 5 fráköst, gaf 2 stoðsendingar og stal 2 boltum.