Nú á dögunum eru æfingaleikir í fullum gangi hjá NBA liðunum. Mikil eftirvænting er vestra að fylgjast með Shaq ONeal spila með sínu fimmta liði í deildinni.  Shaq sýndi ágætis takta í gær þegar lið hans fór illa með Philadelphia 76ers. 
 Shaq skoraði reyndar aðeins 8 stig og tók 2 fráköst en spilaði aðeins 15 mínútur. Spilatíma var vel dreyft á mannskapinn. Einnig er nokkur eftirvænting að fylgjast með nýliða þeirra Sixers-manna, Evan Turner en hann náði sér aldrei á strik í gær frekar en restin af liði Sixers.  Myndband úr leik liðanna er hægt að skoða á Karfan TV