Magnús Þór Gunnarsson var stigahæstur með 22 stig í 69-60 sigri Aabyhoj gegn Hörsholm 79ers í dönsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Magnús bombaði niður 6 af 11 þristum sínum í leiknum og fyrir vikið færðist Aabyhoj upp í 5. sæti deildarinnar.
Magnús brenndi af eina teigskotinu sínu í leiknum en var grimmur að vanda fyrir utan þriggja stiga línuna með sex þrista, að sjálfsögðu duttu öll fjögur vítin niður og þá var Magnús einnig með 4 fráköst, 3 stoðsendingar og 2 stolna bolta.