Pablo Prigioni, leikstjórnandi Real Madrid og argentínska landsliðsins, verður frá keppni í 6-8 vikur eftir að hann puttabrotnaði á æfingu hjá stórliðinu frá Madríd.
Þetta er mikill missir fyrir Madridínga en þeir ætla sér stóra hluti í vetur.
 
Prigioni sem er 33 ára gamall er á sínu öðru ári hjá Real Madrid en búast má við að Sergio Rodriguez fái stærra hlutverk á meðan Prigioni er meiddur. En Rodriguez er kom til Madrídar frá New York Knicks í sumar.
 
emil@karfan.is
 
Ljósmynd/ Pablo Prigioni í leik með Real Madrid