„Við erum hættir að pæla í pressuni sem við settum á okkur í upphafi tímabilsins og farnir að hafa gaman af þessu, Örvar er líka búinn að gefa okkur mikið sjálfstraust og er hann frábær þjálfari sem smellpassar í hópinn okkar,” sagði vígreifur Tómas Heiðar Tómasson eftir öruggan 107-81 sigur Fjölnis á Haukum í Iceland Express deild karla í kvöld.
Fjölnismenn komu inn á heimavöllinn fullir af sjálfstrausti og settu línurnar fyrir leikinn strax í byrjun, þeir spiluðu hraðan leik sem Haukar náðu ekki að tækla alveg strax en lagaðist þegar leið á leikhlutann og endaði hann 25 – 18.
 
Haukar komu einbeittari í annan leikhluta og drógu vel á Fjölni þegar annar leikhlutinn var langt liðinn og minnkuðu muninn minnst í 5 stig en Fjölnismenn gáfu þá bara aftur í og hálfleikstölur voru 49 -37 fyrir Fjölni.
 
Leikurinn spilaðist svona áfram og höfðu Haukar lítil svör við góðum sóknarleik Fjölnismanna, það munaði eingöngu einu frákasti að Ægir þór setti þrennu í kvöld, hann átti mjög góðan leik.
 
Eftir leiki kvöldsins eru Fjölnismenn 6. sæti deildarinnar með 4 stig en Haukar í því áttunda með jafn mörg stig. Í augnablikinu eru reyndar fjögur lið með fjögur stig í 6.-9. sæti deildarinnar.
 
Stigaskor
 
Fjölnir: Ben Stywall 24/14 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 20/9 fráköst/12 stoðsendingar, Tómas Heiðar Tómasson 15/5 fráköst, Sindri Kárason 13/4 fráköst, Hjalti Vilhjálmsson 12, Jón Sverrisson 10, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 3, Trausti Eiríksson 3, Arnþór Freyr Guðmundsson 3, Elvar Sigurðsson 2, Einar Þórmundsson 2, Sigurður Þórarinsson 0.
 
Haukar: Semaj Inge 25/12 fráköst/5 stoðsendingar, Gerald Robinson 15/5 fráköst, Óskar Ingi Magnússon 12, Örn Sigurðarson 11, Sævar Ingi Haraldsson 8/6 stoðsendingar, Haukur Óskarsson 8, Sveinn Ómar Sveinsson 2, Emil Barja 0/5 fráköst, Matthías Rúnarsson 0, Davíð Páll Hermannsson 0, Uni Þeyr Jonsson 0, Alex Óli Ívarsson 0.
 
Dómarar: Björgvin Rúnarsson, Jóhann Gunnar Guðmundsson
 
Ljósmyndasafn frá leiknum eftir stebbi@karfan.is  
 
Umfjöllun: Karl West Karlsson