Meistaradeild Evrópu hófst í kvöld með leik sem flokkast undir ekkert annað en stórveldaslag þegar Real Madrid sótti Olympiacos heim.
Bæði lið skarta stórstjörnum sem fóru á kostum á HM í september.
 
Grikkirnir reyndust sterkari í seinni hálfleik en staðan í hálfleik var 36-35 heimamönnum í vil. En í þeim seinni stungu þeir rauðu og hvítu af og unnu 16 stiga sigur 82-66.
 
Vassilis Spanoulis og Ioannis Bourousis voru stigahæstir hjá Olympiacos með 16 stig og Milos Teodosic var með 15 stig.
 
Hjá Real Madrid var Sergio Llull með 18 stig og Carlos Suarez bætti við 10 stigum.
 
 
Ljósmynd/ Serbinn snjalli Milos Teodosic var frábær í kvöld.
 
emil@karfan.is