Justin Darlington er ekki nafn á flugfélagi þó líkur mætti leiða að öðru miðað við flughæfileika kappans. Á Youtube má finna magnað myndband af þessum kappa leika listir sínar í loftinu.
Í þessu myndbroti er Darlington að troða yfir félaga sinn sem kippir sér lítið upp yfir því að Justin svífi yfir hausamótunum á honum.