Lesendur Karfan.is eru nokkuð sammála um það að það hafi verið Miami sem gerðu bestu "kaupin" í sumar. Svo sem ekki nema von því liðið bætti við sig bæði þeim Bosh og Lebron James.  Um 20% lesenda eru á því að Boston hafi gert bestu kaupin. 
 Boston bætti við sig flottum mannskap í þeim Shaq og Jermaine O´Neal sem og einnig fengu þeir Delonte West frá CAVS. Fróðlegt verður að fylgjast með þessum mönnum bæta á það lið sem fór í úrslit í fyrra.   Chicago sem fékk til sín Carlos Boozer frá Chicago voru næstir en eins og flestir vita hafa þau skipti nú tekið smá beygju því Boozer er meiddur og spilar líkast til ekki næstu 2 mánuði. 
 
Ný könnun er nú komin á síðuna. 
 
skuli@karfan.is