Meistarakeppni KKÍ fer í dag þar sem Íslandsmeistarar og Bikarmeistarar karla og kvenna frá fyrra ári mætast. Leikirnir verða í íþróttahúsinu í Stykkishólmi sunnudaginn 3. október.
17:00 KR – Haukar – Meistarakeppni kvenna
 
19:15 Snæfell – Grindavík – Meistarakeppni karla
 
 
KKÍ hefur frá árinu 1995 látið allan ágóða af leikjum meistara meistaranna renna til góðgerðarmála. Nú í ár ákvað stjórn KKÍ að allur ágóði leikjanna þetta árið muni renna til Fjölskylduhjálpar Íslands.