Eflaust tóku margir eftir því að Valentino Maxwell lék ekki með Keflavík gegn ÍR í Iceland Express deild karla í gærkvöldi. Maxwell er enn að glíma við meiðsli sem hann hlaut á undirbúningstímabilinu.
 
,,Hann er með tognað liðband í hné og hefur ekki æft í 2 1/2 vikur. Framhaldið skýrist vonandi fljótlega,“ sagði Guðjón Skúlason þjálfari Keflavíkur sem stýrði liðinu til 88-77 sigurs á ÍR í gær.