Leikið var í dönsku deildinni um helgina og hafði einn Íslendingur sigur, Magnús Gunnarsson og félagar í Åbyhøj unnu öruggan heimasiugr á BK Amager. Bakken bears sigraði Værløse og Svendborg sigraði Horsens IC.
Magnús Gunnarsson byrjaði ekki inná hjá Åbyhøj í dag en kom gríðarlega heitur af bekknum og skoraði 18 stig, tók 5 fráköst og gaf 4 stoðsendingar í 89-59 sigri Åbyhøjmanna sem hafa nú unnið 2 leiki og tapað 2 í deildinni.

Axel Kárason var stigahæstur hjá Værløse sem var í heimsókn á hinum erfiða útivelli hjá Bakken bears. Bakken sigraði 87-64 og hefur liðið að eins tapað einum leik í vetur. Værløse hefur hinsvegar ekki enn unnið leik í vetur. Axel var sem fyrr segir stigahæstur, skoraði 24 stig, klikkaði einungis á einu tveggja stiga skoti og að auki tók hann 6 fráköst. Þá fékk hann 5 villur í leiknum og hefur því fengið 5 villur í öllum leikjum sínum í dönsku deildinni nema einum, þá fékk hann 4.

Guðni Valentínusson lék ekki með Bakken sökum meiðsla.

Í gær voru Sigurður Einarsson og félagar í heimsókn á Fjóni hjá meisturum Svendborg. Bæði liðin voru taplaus fyrir leikinn en meistararnir unnu 82-70 sigur. Sigurður fyrirliði Horsensmanna lék í tæpar 10 mínútur og skaut einu skoti en hitti ekki.

runar@karfan.is

Mynd: nonni@karfan.is