Ekki virðist eiga af þeim félögum, Arnari Frey Jónssyni og Magnúsi Þór Gunnarssyni, að ganga í Danmörku. Þeir héldu utan í lok sumars til þess að leika körfuknattleik með Árósaliðinu Aabyhøj en síðan þá hefur ýmislegt gengið á. Arnar Freyr er úr leik í bili eftir að hafa slitið krossband og er hann nýkominn úr aðgerð. www.mbl.is greinir frá.
Báðir fengu þeir vinnu við smíðar líkt og hér heima en Magnús hefur þrívegis slasað sig í vinnunni en hefur þrátt fyrir það ekki misst úr leik. Magnús er að jafna sig eftir óvenjulegt slys þar sem færeyskur vinnufélagi hans skaut hann með naglabyssu af tíu metra færi.
 
Hægt er að nálgast greinina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag