Keflavíkurstúlkur sýndu stöllum sínum úr Stykkishólmi litla gestrisni þegar þær síðarnefndu komu í heimsókn í dag í Keflavíkina. 118:62 var lokastaða leiksins en Snæfelsstúlkur höfðu hinsvegar byrjað leikinn af töluvert meiri krafti. 
 Gestirnir komu heimastúlkum algerlega í opnaskjöldu í byrjun leiks með fínu spili. Keflavíkurstúlkur voru einfaldlega ekki tilbúnar frá fyrstu mínútu. Eftir fyrsta fjórðung var leikurinn jafn og allt virtist stefna í hörku leik.  En eftir fyrsta fjórðung skelltu heimastúlkur í annan gír og voru komnar á örfáum mínútum í 20 stiga forskot og áður en hálfleikurinn var úti leiddu Keflavík með 32 stigu, 62:30. 
Varnarleikur þeirra var gríðarlega grimmur og allar sem komu inná skiluðu framlagi. Ekkert var gefið eftir í þeim síðar og bættu heimastúlkur bara í.  Leikurinn var nánast búin þegar flautað var til síðasta fjórðungs leiksins og gat Jón Halldór þjálfari Keflavíkur leyft öllum sínum leikmönnum að spreyta sig. Þar voru korn ungar stúlkur félagsins að sýna fína takta og augljóst að yngriflokkar starfssemi þeirra að skila flinkum stúlkum upp í meistaraflokkinn. 
 
Snæfellsstúlkur voru hinsvegar langt frá sínu besta og spiluðu afleiddan leik.  Það býr meira í þessu Snæfellsliði en þessi úrslit gefa til kynna en þær höfðu nýlega fengið til sín nýjan erlendan leikmann sem náði sér aldrei á strik í þessum leik. 
 
Pálína Gunnlaugsdóttir var maður þessa leiks en stelpan setti niður 35 stig, hirti 7 fráköst og gaf 6 stoðsendingar ásamt því að stela 5 boltum.