Eflaust héldu margir að um lokatölur væri að ræða í gærkvöldi þegar Live Stat hjá KKÍ sýndi stöðuna 79-63 í viðureign Snæfells og KFÍ í Stykkishólmi. Reyndar voru þetta hálfleikstölur í leik sem endaði svo 125-118 Snæfell í vil. Leikurinn komst á topplista yfir stigahæstu leikina án framlengingar í efstu deild karla en metið frá 1991 var í smá hættu á köflum þegar mesta skor-æðið var á liðunum.
Flest stig samtals hjá báðum liðum í einum leik sem ekki var framlengdur er 259 stig í leik Keflavíkur og Þórs Akureyri sem fram fór 5. desember 1991. Þetta er ríkjandi 19 ára gamalt met en Snæfell og KFÍ skoruðu samtals 243 stig í gær. Mesta stigaskor í framlengdum leik er hinsvegar 275 stig en það var þríframlengdur leikur Tindastóls og Hauka, 134-141 árið 1989. Valur Ingimundarson skoraði 54 stig fyrir Tindastól í leiknum en Pálmar Sigurðsson gerði 43 stig í liði Hauka.
 
Hæsta skor án framlengingar:
 
1992: Keflavík 141-118 Þór Akureyri – 259 stig
1995: Þór Akureyri 141-116 ÍA – 257 stig
2005: Grindavík 134-111 Hamar/Selfoss – 245 stig
2010: Snæfell 125-118 KFÍ – 243 stig
1991: Þór Akureyri 107-135 Keflavík – 242 stig