Í kvöld lýkur annarri umferð í Iceland Express deild karla með þremur leikjum sem allir hefjast kl. 19:15. Stórslagur umferðarinnar er viðureign Snæfells og Keflavíkur í Stykkishólmi en þessi tvö lið börðust um Íslandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð þar sem Snæfell hafði betur eftir oddaleik í Toyotahöllinni. 
Leikir kvöldsins (kl. 19:15)
 
Haukar-Tindastóll
ÍR-Njarðvík
Snæfell-Keflavík
 
Þá er einnig leikið í unglingaflokki í dag. FSu og Breiðablik mætast kl. 19:00 í Iðu á Seflossi í unglingaflokki karla en í unglingaflokki kvenna mætast Haukar og Njarðvík að Ásvöllum kl. 21:30.