Tveir leikir fara fram í boltanum hér heima í dag. Einn leikur í 1. deild karla þar sem nýliðar Leiknis halda austur á Egilsstaði og þá er einn leikur í keppni B-liða þegar Haukar b og Grindavík b mætast að Ásvöllum kl. 20:45.
Viðureign Hattar og Leiknis í 1. deild karla hefst kl. 18:30 á Egilsstöðum en bæði lið eru án stiga í deildinni eftir tap í tveimur fyrstu umferðunum. Það lið sem hefur sigur í kvöld skilur hitt eftir á botninum með Valsmönnum sem einnig hafa mátt þola tap í tveimur fyrstu umferðunum.