Það vantar ekki fjörið um helgina hér heima en fjölliðamót og kvennabolti setja svip sinn á þennan laugardag. Þrír leikir fara fram í 1. deild kvenna og þá hefst fjórða umferðin í Iceland Express deild kvenna með tveimur leikjum sem báðir hefjast kl. 16:00.
Grindvíkingar fá Hamar í heimsókn í Röstina en Hamarskonur tóku Hauka í kennslustund í síðustu umferð á meðan Grindvíkingar lágu heima gegn KR. Þá fá nýliðar Fjölnis meistaraefnin í Keflavík í heimsókn til sín í Dalhúsin en Fjölnir, ásamt Snæfell, eru enn án stiga í deildinni.
 
Leikir dagsins í 1. deild kvenna:
 
15:00 KFÍ-Haukar b
15:30 Þór Akureyri-Grindavík b
17:00 Valur-Stjarnan
 
Hér er svo hægt að nálgast leikjayfirlit dagsins þar sem sjá má einnig alla leikina í fjölliðamótum helgarinnar.