Körfuknattleiksáhugafólki þarf ekki að leiðast í kvöld enda fjöldi leikja í boði. Hæst ber að fimmtu umferð í Iceland Express deild karla lýkur með þremur leikjum sem allir hefjast kl. 19:15. Einnig verður leikið í 1. deild karla sem og í 9. flokki karla og kvenna. Þá verða Frónverjar einnig í eldlínunni í sænsku úrvalsdeildinni.
Iceland Express deild karla kl. 19:15
 
KFÍ-Stjarnan
Grindavík-ÍR
 
1. deild karla kl. 19:15
 
 
9. flokkur karla
19:30 Njarðvík-Hrunamenn (bikarkeppni)
 
9. flokkur kvenna (fjölliðamót að Flúðum)
18:00 Hrunamenn/Hamar-Haukar
19:15 Fjölnir-Hrunamenn/Hamar
20:30 Haukar-Fjölnir
 
Í Svíþjóð verða Jakob Örn Sigurðarson og Hlynur Bæringsson á heimavelli þegar Sundsvall Dragons taka á móti 08 Stockholm HR en Logi Gunnarsson verður með Solna Vikings á útivelli þegar liðið heimsækir Södertalje Kings. Báðir leikir hefjast kl. 19:04 að sænskum tíma eða laust eftir kl. 17 að íslenskum tíma.