Í dag er einn leikur á dagskrá í 2. deild karla en þá mætast Hrunamenn og Fram að Flúðum kl. 20:30. Þá er einnig leikið í dönsku úrvalsdeildinni í dag.
Axel Kárason og liðsfélagar í Værlöse taka þá á móti eina taplausa liði deildarinnar þegar meistararnir í Svendborg Rabbits koma í heimsókn. Bakken Bears leika svo á móti Næstved á útivelli en óvíst er hvort Guðni Valentínusson verði með sem hvíldi í síðasta leik liðsins sökum meiðsla.