Nýliðar Laugdæla halda í sitt fyrsta langferðalag í dag þegar þeir heimsækja Þór á Akureyri í 1. deild karla. Leikurinn hefst kl. 19:15 í Höllinni á Akureyri. Þórsarar byrjuðu leiktíðina vel með sigri á Val í Vodafonehöllinni en Laugdælir tóku á móti Breiðablik og máttu þola ósigur á heimavelli.
Þá er einnig leikið í 1. deild kvenna þar sem Stjarnan tekur á móti Skallagrím kl. 20:00 og á sama tíma mætast Snæfell og KR/Fjölnir í unglingaflokki kvenna í Stykkishólmi.