Miami Heat, líkt og önnur NBA lið, standa nú í ströngu á undirbúningstímabilinu fyrir komandi átök í deildinni. Í gær mættust Miami Heat og CSKA Moskva þar sem Heat höfðu betur 96-85. LeBron James var stigahæstur hjá Heat með 22 stig og 7 stoðsendingar en hann varð frá að víkja í þriðja leikhluta sökum eymsla í hásin.
Tæpar fjórar mínútur voru eftir af þriðja leikhluta þegar LeBron sýndi þess merki að ekki væri allt með felldu. Skömmu síðar hélt hann til búningsklefa og lék ekki meir. Dwyane Wade annar liðsmaður Heat úr stjörnuþríeykinu er einnig að glíma við hásinarmeiðsli.
 
Eins og fyrr greinir var LeBron stigahæstur í leiknum með 22 stig og 7 fráköst en hjá CSKA Moskvu var Langdon með 20 stig.