Tveimur umferðum er nú lokið í 1. deild karla og eru fjögur lið sem unnið hafa tvo fyrstu leiki sína en það eru allt lið af landsbyggðinni. Á toppnum sitja FSu, Skallagrímur, Þór Þorlákshöfn og Þór Akureyri. 
Þegar var hér komin umfjöllun inn á Karfan.is frá viðureign Ármanns og Hattar í gær en við bendum á umfjöllun og myndir frá viðureign Leiknis og Þórs Þorlákshafnar á heimasíðu Þórsara.
 
 
Ljósmynd/ Hjalti VignissonPhilip Perre lék sinn fyrsta leik fyrir Þór Þorlákshöfn í gær og skoraði 19 stig og tók 7 fráköst.