Íslandmeistarar KR og bikarmeistarar Hauka mættust í Stykkishólmi í meistarakeppni KKÍ. KR byrjaði af krafti og voru komnar í 11-4 þegar Haukastúlkur tóku betur við sér. Haukar jöfnuðu 15-15 með hörkuleik þar sem Ragna Margrét fór fyrir þeim en Margrét Kara var iðinn við skorið hjá KR. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 19-15 fyrir KR.
KR var ávallt skrefinu á undan þó Haukar næðu að hlaupa þær uppi eins og í stöðunni 22-21 þá stukku KR stúlkur um 10 stigum frá þeim strax aftur. Guðrún Gróa var að spila vel i vörninni og var að frákasta vel. Staðan í hálfleik var 41-33 fyrir KR. Stigahæstar hjá KR í hálfleik voru Margrét Kara með 15/5stoðs og Guðrún Gróa 9/8frák. Hjá Haukum var Ragna Margrét með 14/11frák og Gunnhildur 5 stig.
 
KR jók við forskotið og voru komnar í 50-35 þegar að Haukar tóku leikhlé. Munur á villufjölda var nokkur en KR hafði 9 á móti 17 hjá Haukum um miðjann þriðja leikhluta þar sem Ragna Margrét og Alysha Harvin voru með 4 hvor en Ragna hafi verið þeirra best framan af en Alysha var ekki að finna sig. Staðan eftir þriðja leikhluta var 60-50 fyrir KR en Haukastúlkur voru í ágætis gír undir lok hlutans.
 
Þegar fjórði hluti var hálfnaður voru hauka stúlkur búnar að skora 5 stig en KR haðfi ekki sett stig í hlutanum af einhverjum óskiljanlegum ástæðum en þær áttu alveg fínar skottilrunir. Það var svo Margrét Kara sem setti stórann þrist fyrir KR og komust þær fljótt aftur í 10 stiga forskot 65-55 en stigaskor fjórða hluta var einkar lítið. KR varð meistari meistaranna í kvennaflokki eftir sigur í leiknum 72-58.
 
Atkvæðamestu leikmenn liðanna:
KR: Margrét Kara 23/10frák, Hildur Sigurðar 17/5frák/5 stoðs, Guðrún Gróa 14/11 frák.
 
Haukar: Ragna Margrét 16/17 frák, Alysha Harvin 9 stig, Guðrún Ámundar og Gunnhildur Gunnars 8 stig hvor.
 
Byrjunarliðin:
Haukar: Guðrún Ósk Ámundard, Ragna Margrét Brynjarsd, Alysha Harvin, María Lind Sigurðard, Íris Sverrisdóttir.
 
KR: Helga Einarsd, Guðrún Gróa Þorsteinsd, Margrét Kara Sturlud, Hildur Sigurðard, Hafrún Hálfdánard.
 
Dómarar leiksins: Halldór Geir Jensson og Georg Andersen

Mynd/ KR-ingar unnu í dag.
 
Umfjöllun: Símon B. Hjaltalín.