Í dag hefjast 8-liða úrslit á Heimsmeistaramóti kvenna sem fram fer í Tékklandi um þessar mundir. Áður en leikið verður í 8-liða úrslitum í dag munu fjögur lið leika um sæti 9-12.
Leikir um sæti 9-12
Grikkland-Japan
Kanada-Brasilía
 
8-liða úrslit
Hvíta Rússland-Rússland
Bandaríkin-Kórea
Ástralía-Tékkland
Frakkland-Spánn
 
Eins og sakir standa er það enn Spánverjinn Sancho Lyttle sem leiðir mótið í stigaskori með 19,0 stig að meðaltali í leik. Lyttle leiðir einnig mótið í flestum fráköstum með 12 fráköst að meðaltali í leik. Flestar stoðsendingar hefur svo Asami Yosida frá Japan gefið eða 4,7 að meðaltali í leik.
 
Ljósmynd/ www.fiba.com Sue Bird og félagar í bandaríska liðinu ásamt Rússum eru einu taplausu þjóðirnar á HM um þessar mundir.