,,Við erum á réttri leið" sagði Ari Gylfason rétt áður en hann fór að þrifa sig.
 
KFÍ og Tindastóll mættust í Iceland Express deild karla í gærkvöldi þar sem nýliðar KFÍ höfðu betur 85-70. Leikurinn var ekki upp á marga fiska í fyrri hálfleik þar sem menn voru mikið að taka skot án mikillar hugsunar og tapaðir boltar voru í bunkum. En baráttan var mikil og sáust menn skutla sér á eftir boltum þar sem skilti fuku af búkkunum og nokkrir voru með brunabletti á olbogum. 
Liðin voru aldrei langt frá hvort öðru í stigaskori og fylgdu hvoru eftir bróðurlega og staðan í hálfleik 36-36.
 
En KFÍ stakk af í byrjun seinni hálfleiks og á þriggja mínútna kafla náðu þeir að halda Tindastól niðri en náðu góðum kafla og skoruðu 12 stig í röð án þess að Stólarnir hafi náð að svara fyrir sig. Eftir þetta sáust tölur eins og 76-56 og 83-62 og KFÍ náði að landa góðum sigri í gærkvöld, lokatölur 85-70.
 
Stig KFÍ; Nebojsa 17, Carl 14, Ari, 13, Craig 13, Edin 12, Daði 7, Darco 5, Pance 4.
 
Stig Tindastóls; Josh 18, Dragoljub 14, Halldór 12, Helgi Freyr 9, Dimitar 7, Helgi Rafn 4, Hreinn 4, Radoslav 2.
 
 
Umfjöllun: GMÞ