Í gær hófst keppni í 1. deild kvenna og í 2. deild karla og fjörið heldur áfram í dag með fjölmörgum leikjum sem eru á dagskrá. Í gærkvöld mættust Reynir Sandgerði og Hrunamenn í Sandgerði þar sem heimamenn höfðu betur 77-74. Þá tók Keflavík á móti Val/ÍR í unglingaflokki karla þar sem strákarnir úr höfuðborginni báru sigur úr bítum 76-84. 
Þá mættust Stjarnan og Laugdælir í 1. deild kvenna þar sem Garðbæingar fóru með sigur af hólmi 65-31 í Ásgarði.
 
ÍA tók á móti Patrek uppi á Skipaskaga og höfðu heimamenn betur 80-68.