Í kvöld munu Keflvíkingar skarta grunnútgáfu af búningum með nýrri merkingu. Landsbankinn ákvað að afsala sér merkingu á búning Keflvíkinga og fengu Keflvíkingar að velja sér eitt gott málefni til að vera framan á búningunum í vetur. Málefnið sem varð fyrir valinu var Krabbameinsfélag Suðurnesja, en þeir fá einnig 500.000kr. styrk frá Landsbankanum af þessu tilefni.
Keflavík tekur á móti ÍR í kvöld kl. 19:15 í fyrstu umferð Iceland Express deildar karla en hluti af samningnum er þannig að sigurleikir bæði karla- og kvennaliða Keflavíkur munu verða til þess að ákveðin upphæð mun fyrir vikið renna til styrkar Krabbameinsfélags Suðurnesja í gegnum áheitasjóð.