CB Granada tapaði sínum fjórða leik í röð í gær í spænsku úrvalsdeildinni og situr á botni deildarinnar án stiga ásamt Alicante, Manresa og Asefa Estudiantes. Granada tók á móti Caja Laboral og urðu lokatölur 81-85 Caja í vil. Jón Arnór Stefánsson gerði 10 stig fyrir Granda í leiknum.
Jón var ekki í byrjunarliðinu en lék í tæpar 24 mínútur og skoraði 10 stig, tók 1 frákast og gaf 3 stoðsendingar. Jón setti 2 af 6 teigskotum sínum og 2 af 5 þriggja stiga skotum sínum í leiknum.
 
Næsti leikur Granda í deildinni er botnslagur gegn Asefa Estudiantes á heimavelli Granda sunnudaginn 31. október næstkomandi.

Myndbrot úr leiknum