ÍT Ferðir verða með spennandi valkosti í boði á körfuboltaferðum árið 2011. Hér að neðan má sjá dæmi um þær ferðir sem verða í boði á komandi ári hjá ÍT Ferðum.
Göteborg BASKETBALL Festival; 2.- 5. júní
Allir aldursflokkar, piltar og stúlkur. Ódýr og góður valkostur í skemmtilegri borg sem skartar m.a. Liseberg skemmtigarðinum.
Innifalið: Flug, skóla- eða hótelgisting, 9 máltíðir frá fimmtudegi til sunnudags, þátttökugjald, mótsgjald o.fl. Mjög gott verð!
 
Eurobasket 26. júní – 3. júlí Lloret de Mar, Spáni.
Flug til Barcelona, mótsstaður við ströndina 60 km frá BCN.
Karfa, strönd, sjór, Barcelona. – Hægt að framlengja dvölina.
Innifalið: Flug, flugv.akstur, hótel í 7 nætur, fullt fæði, mótsgjald
Spennandi valkostur sem sameinar sól, strönd, sjó og körfubolta ¡
 
San Marino Basketball Cup 4.-11. júlí; Ítalía / San Marino
Mjög skemmtilegur valkostur. Íslensk lið tóku þátt 2008 og voru mjög ánægð með mótið og allan aðbúnað. Algjör ævintýraferð.
 
Delfin Basket Tournament; 4. – 7. ágúst
Margir aldursflokkar, piltar og stúlkur. Slagorð mótsins eru ”Körfubolti og frábær upplifun”. Haldið í Tampere í Finnlandi og voru yfir 250 lið árið 2008.
Innifalið: Flug, skólagisting, fæði, þátttökugjald, mótsgjald o.fl.
 
Albir – Alfas del Pi; Costa Blanca strönd Spánar
Æfinga- og keppnisferð með fjölskylduívafi. Gist á góðu íbúðarhóteli með skemmtilegum sundlaugargarði. Stutt á strönd. Æfingar og leikir skv. samkomulagi. Terra Mitica Aqualandia í næsta nágrenni
Ferð þegar hentar, t.d. um páska eða í maí/júní, strax eftir skóla.
 
Danmörk:
Við höfum sent marga íþróttahópa til Jótlands í æfinga- og keppnisferðir. Tvö fín sportcenter, allt á staðnum, gott verð. Æfingar og leikir skv. óskum þjálfara.
 
Bókið sem fyrst til að tryggja hagstæðasta fargjald/verð !
 
Með íþróttakveðju
 
ÍT ferðir
Mörkinni 3, 108 Reykjavík
sími 588 9900, fax 588 9901