Eflaust hjuggu margir eftir því í gær að Hreggviður Magnússon var ekki á leikmannalista KR þegar Vesturbæingar fengu Hauka í heimsókn. Hreggviður var með flensu en að sögn Hrafns Kristjánssonar þjálfara liðsins ætti kappinn að verða klár í næsta leik gegn Fjölni þann 24. október næstkomandi.
,,Annars er hann á góðri leið og óðar að komast í gott stand,“ sagði Hrafn og bætti við að öllu óbreyttu yrði Hreggviður með gegn Fjölni. Fjarvera Hreggviðs kom ekki að sök í gær þar sem KR landaði 10 stiga sigri á nýliðum Hauka.