Þrír leikir fóru fram í sænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í dag þar sem Uppsala Basket lið Helga Magnússonar og Solna Vikings lið Loga Gunnarssonar voru í eldlínunni. Helgi og félagar náðu tveimur góðum stigum í hús en Solna mátti þola tap.
Helgi skoraði 9 stig í 75-85 sigri Uppsala á Boras Basket. Helgi lék í rúmar 18 mínútur í leiknum og var einnig með 4 fráköst og 1 stoðsendingu í leiknum.
 
Sem fyrr var Logi stigahæstur í liði Solna sem í kvöld steinlá 92-68 gegn LF Basket. Logi skoraði 17 stig, tók 3 fráköst og gaf 2 stoðsendingar.