Körfuknattleiksdeild Hauka er nú komin í fríðan hóp með KFÍ, KR og Fjölni og bætist við sem fjórða félagið í úrvalsdeild sem ætlar að sýna í beinni útsendingu á netinu frá heimaleikjum sínum. 
Frétt af vefsíðu Hauka:
 
Haukar TV fer í loftið um helgina og verða leikir Hauka á sunnudaginn í Iceland Express deild karla og kvenna sýndir í beinni á Haukar TV.
 
Um prufu útsendingu er að ræða og því biðjumst við fyrirfram velvirðingar ef einhverjir hnökrar verða á útsendingunni.
 
Á sunnudaginn bendum við fólki á hvar hægt er að nálgast tengilinn fyrir útsendinguna.