Í kvöld hófust leikar í 2. umferð Iceland Express deildar karla. Í Hveragerði tóku Hamarsmenn á móti KR. Leikurinn var í járnum allan tímann en í upphafi sást greinilega að Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, ætlaði að skjóta Hamarsmenn í kaf.
Hamar skoraði fyrstu körfuna, en þá komu 2 þristar frá Brynjari Björnssyni þar sem Pavel Ermolinskij átti stoðsendingarnar. Hamar leddi þó megnið af fyrsta leikhluta en staðað að honum loknum var 22-21.
 
Annar leikhluti spilaðist mjög jafnt líkt og sá fyrri og bættu Hamarsmenn örlítið í forskotið en staðan að honum loknum var 46-41.
 
Engin breyting var á í seinni hálfleik hvað varðar jafnræðið með liðunum. KR-ingar áttu 7 fyrstu stigin en þegar Hamarsmenn loksins skoruðu hélt allt áfram eins og áður, liðin skiptust á forustunni og leikurinn var hinn skemmtilegasti.
 
Í lok 4. leikhlutans var hitinn orðinn mikill í mönnum og uppskar Fannar Ólafsson meðal annars tæknivillu fyrir kjaftbrúk. Ellert Arnarsson átti svo stórkostlegan þrist 37 sekúndum fyrir leikslok sem fór langleiðina með leikinn. Eftir 11-0 "run" frá Hamarsmönnum í lokin uppskáru þeir verðskuldaðan 5 stiga sigur, 87-82.
 
Hjá gestunum var það Brynjar Björnsson sem var atkvæðamestur með 24 stig, en hann var heitur fyrir utan þriggja stiga línuna og setti 6 þrista. Næstur á eftir honum var það Marcus Walker sem skoraði 18 stig. Hreggviður Magnússon skoraði 11 og tók 7 fráköst. Pavel Ermonlinskij átti skelfilegan leik fyrir KR, en hann skoraði aðeins 4 stig og tapaði 8 boltum.
 
Hjá heimamönnum var það Andre Dabney sem var atkvæðamestur með 22 stig. Svavar Páll var með 17 stig og 14 fráköst. Ellert Arnarsson , fyrrum KR-ingur, og Darri Hilmarsson, sem er á láni frá KR, stóðu sig mjög vel í kvöld og voru þeir með 16 og 15 stig hvor. Nerijus Taraskus átti ekki gott kvöld fyrir Hamar en hann var aðeins með 2 stig í leiknum og klúðraði 6 þristum.
 
Heildarskor:
 
Hamar: Andre Dabney 22/7 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Svavar Páll Pálsson 17/14 fráköst, Ellert Arnarson 16/4 fráköst, Darri Hilmarsson 15/6 fráköst, Kjartan Kárason 7, Ragnar Á. Nathanaelsson 6/10 fráköst, Bjarni Rúnar Lárusson 2, Nerijus Taraskus 2, Stefán Halldórsson 0, Snorri Þorvaldsson 0, Mikael Rúnar Kristjánsson 0, Bjartmar Halldórsson 0.
 
KR: Brynjar Þór Björnsson 24, Marcus Walker 18, Hreggviður Magnússon 11/7 fráköst, Ólafur Már Ægisson 8, Finnur Atli Magnússon 6/4 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 5/7 fráköst, Pavel Ermolinskij 4/8 fráköst/6 stoðsendingar, Fannar Ólafsson 3, Skarphéðinn Freyr Ingason 3, Martin Hermannsson 0, Matthías Orri Sigurðarson 0, Agust Angantynsson 0.
 
Dómarar: Erlingur Snær Erlingsson, Eggert Þór Aðalsteinsson
 
 
Umfjöllun: Jakob Hansen