Seinni þrír leikirnir í fyrstu umferð Iceland Express deildar karla eru nú í gangi og búið að blása til hálfleiks í þeim öllum. Í Njarðvík eru heimamenn að fá útreið þar sem Grindvíkingar leiða 33-51. Þá neita menn að spila vörn í Grafarvogi þar sem staðan er 57-54 Fjölni í vil gegn Snæfell.
Hálfleikstölur:
 
Njarðvík 33-51 Grindavík
Hamar 38-40 Haukar
Fjölnir 57-54 Snæfell
 
Þá hófst einn leikur í 1. deild karla kl. 19:15 þar sem Þór Þorlákshöfn er með Ármann í heimsókn. Staðan í hálfleik er 60-30 Þórsurum í vil þar sem Vladimir Bulut er kominn með 28 stig í liði Þórsara í leikhléi!