Staðan er 39-29 Njarðvíkingum í vil þegar flautað hefur verið til hálfleiks hjá grænum og Grindavík í Iceland Express deild kvenna en yfirstandandi leikur er sá fyrsti í fimmtu umferð deildarinnar.
Dita Liepkalne leikmaður Njarðvíkinga hefur farið mikinn fyrstu 20 mínúturnar með 19 stig, 7 fráköst og 5 stolna bolta. Hjá Grindavík hefur Berglind Anna Magnúsdóttir verið mest ógnandi með 10 stig og 3 fráköst.
 
Nánar síðar…
 
Ljósmynd/ Dita Liepkalne er að finna sig vel gegn Grindavík í Ljónagryfjunni.