Bakken Bears tók á móti Horsens IC í dönsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi en þar mættust þeir félagar Guðni Heiðar Valentínusson og Sigurður Þór Einarsson. Skemmst er frá því að segja að Bakken og Guðni völtuðu yfir Horsens 98-66.
Guðni lék í tæpar 7 mínútur í leiknum og tók 2 fráköst en náði ekki að skora. Sigurður gerði 5 stig fyrir Horsens og tók 2 fráköst á tæpum 15 mínútum.
 
Magnús Þór Gunnarsson og félagar í Aabyhoj taka svo á móti Horsholm 79ers í kvöld.