Grindvíkingar komu sáu og gjörsigruðu heimamenn í Njarðvík í Ljónagryfjunni í kvöld. 84:68 var lokastaða leiksins og voru Grindvíkingar vel að þessum sigri komnir. Heimamenn byrjuðu leikinn betur fyrstu mínúturnar en eftir það voru gestirnir í bílstjórasætinu og sigruðu að lokum nokkuð öruggt.
Fyrir leik voru þó nokkrar óvæntar “breytingar” ef svo má kalla á báðum liðum. Grindvíkingar höfðu fengið til sín nýjan erlendan leikmann að nafni Ryan Pettinella. Stór og mikill trukkur sem á að slást í teignum hjá þeim í vetur. Þorleifur Ólafsson sem hefur verið meiddur hjá Grindvíkingum allt undirbúnings tímabilið var einnig mættur í búning. Hjá Njarðvíkingum var öllum aðóvörum Friðrik Stefánsson einnig mættur í búning en hann hefur ekkert æft með Njarðvíkingum fyrr en í þessari viku en hann hafði mikið verið að hugsa um segja það gott í körfunni en augljóslega erfitt að slíta sig frá sportinu. VIssulega styrkur fyrir Njarðvíkinga.
 
Njarðvíkinga hófu leikinn betur en gestirnir voru fljótir að vakna til lífsins. Mikil barátta var á vellinum og þá sérstaklega varnarlega og voru engar “gefins” körfur og bæði lið ætluðu að selja sig dýrt. Grindvíkingar náðu þó örlitlu frumkvæði þegar leið á fjórðunginn og leiddu með 8 stigum 14:22 þegar flautann gall til kynna um lok fyrsta fjórðungs.
 
Gestirnir voru komnir með 10 stiga forskot þegar um 5 mínútur voru liðnar af öðrum fjórðung og hófu þá Njarðvíkinga að pressa á leikmenn Grindvíkinga framar á vellinum. Það dugði skammt en þó kom kafli í leiknum þar sem bæði lið voru í tómu basli með að skora. Grindvíkingar héldu forystu sinni hinsvegar. Njarðvíkingar voru að gera sig seka um einföldustu hluti í körfuknattleik eins og sendingar sem Grindvíkingar voru fljótir að nýta sér. Endaði það í einni troðslu að hætti hússins frá Ólafi Ólafssyni. Grindvíkingar tvíelfdust á þessum kafla meðan sóknarleikur Njarðvíkinga var afar hugmyndasnauður. Gestirnir fóru til búningsherbergja í hálfleik með 51:33 forystu.
 
Njarðvíkingar skoruðu fyrstu 4 stig seinni hálfleiks og rúlluðu kerfum vel í gegn sem skilaði þeim galopnum færum. Þegar staðan var orðin 40:53 leyst Helga Jónas þjálfara Grindvíkinga ekkert á sína menn og tók leikhlé til að lesa þeim pistilinn. Þetta tiltal Helga virkaði vel því aftur náðu Grindvíkingar að bæta á forskot sit tog þegar um 3 mínútur voru til loka þriðja fjórðungs voru þeir komnir í 20 stiga forystu 47:67. Ekki stóð steinn yfir steini í leik Njarðvíkinga og hlupu Grindvíkingar nánast í hringi í kringum þá áður en þeir lögðu boltann ofaní körfu þeirra.
 
Þegar loka fjórðungurinn hófst hafði Sigurður Ingimundar fengið nóg og hvíldi allt sitt byrjunarlið. Ungir leikmenn fengu að spreyta sig og varla gátu þeir staðið sig verr en þeir sem höfðu spilað þær 30 mínútur sem liðnar voru. Ungu mennirnir létu strax af sér kveða og ljós í mykri þeirra Njarðvíkinga var Óli Ragnar Alexandersson, ungur bakvörður sem sýndi yfirvegun og nýtti mínútur sínar vel. Grindvíkingar voru hinsvegar númeri of stórir fyrir Njarðvíkinga að þessu sinni og sigruðu verskuldað að lokum með 84 stigum gegn 68.