Grindavík unnu sinn fyrsta sigur í úrvalsdeild kvenna þegar þær tóku á móti nýliðum Fjölni í gær. Allt leit út fyrir öruggan sigur hjá Grindvíkingum en að lokum var þetta hörkuspennandi leikur sem hafði getað farið á báða vegu.
Grindavíkurliðið byrjaði töluvert betur og var það Helga Hallgrímsdóttir sem opnaði reikninginn. Grindavíkurstúlkur skora 10 gegn 0 stigum Fjölnismanna. Illa gekk hjá Fjölnisstúlkum að koma boltanum í körfuna og var það var ekki fyrr en á 5 mínútu sem fyrsta stig Fjölnismanna kom og var það úr vítaskoti og fyrsta skotið utan af velli kom ekki fyrr en á 7 mínútu. Eftir það komust þær meira inn í leikinn og endaði leikhlutinn 20-13 heimamönnum i vil.
 
Fjölnisstúlkur komu ákveðnari til leiks í öðrum leikhluta og byrjuðu á því að minnka muninn í 21-17. Grindavík tóku lékhlé en það virtist ekki skipta neinu máli. Eftir það var leikurinn mjög jafn og skorað á báðum endum. Í lok leikhlutans tókst Fjölnisstúlkum að klóra aðeins í bakkann og minnkuðu muninn í 34-30.
 
Þriðji leikhluti hélt uppteknum hætti, bæði lið mjög jöfn. Það var ekki fyrr en á fimmtu mínútu sem Grindavík komust í gang og komust mest 13 stigum yfir. En Fjölnisstúlkur enduðu leikhlutann með flautukörfu og var þá staðan 56-47 heimastúlkum í vil.
 
Fjölnisstúlkur komu ákveðnar inn í fjórða leikhluta. Þær skiptu yfir í svæðisvörn og komu þannig Grindvíkingum úr jafnvægi. Grindavíkurstúlkur fengu mikið af opnum skotum en þau virtust ekki ætla rata ofaní. Fjölnir minnkaði muninn í 59-55 og tók þá Grindavík leikhlé. Það virtist skila litlum árangi og héldu Fjölnisstúlkur áfram að narta í hælana á Grindavíkurstúlkum. Þegar aðeins mínúta var eftir af leiknum var staðan orðin 68-67 Grindvíkingum í vil. Þegar 20 sekúndur voru eftir fór Clark á línuna og setur hvorugt skotið ofaní. Fjölnir fékk þá lokatilraun til að klára leikinn en þriggja stiga skotið geigaði. Þá fór Clark aftur á línuna og setti bæði skotin ofaní og Grindavíkurstúlkur unnu sinn fyrsta leik í deildinni 70-67.
 
Atkvæðamestar voru Clark með 25 stig, 13 fráköst og 6 stoðsendingar og Helga Hallgrímsdóttir með 18 stig og 18 fráköst hjá Grindvíkingum. En hjá gestunum var það Bergþóra Tómasdóttir með 19 stig og 8 fráköst og Birna Eiríksdóttir með 15 stig.
 
Umfjöllun: Marteinn Guðbjartsson