CB Granada fékk skell í sínum fyrsta deildarleik þetta keppnistímabilið en Jón Arnór og félagar í Granada heimsóttu Valencia og máttu þola 104-81 ósigur. 
Jón lék í rétt rúmar 21 mínútu í leiknum en komst ekki á blað. Stigahæstur hjá Granada var Robert Kurz með 24 stig. Næsti leikur Granada er gegn engum öðrum en Evrópumeisturum Barcelona en þá verða Granada á heimavelli en leikurinn fer fram þann 10. október næstkomandi.
 
Ljósmynd/ Jón Arnór í leiknum gegn Valencia um helgina.