Viðureign CB Granada og Evrópumeistara Barcelona var að ljúka nú fyrir skemmstu í spænsku úrvalsdeildinni þar sem Granada mátti þola sinn annan deildarósigur. Jón Arnór og félagar í Granada eru því án stiga eftir tvær umferðir en lokatölur leiksins gegn Barcelona voru 78-85 Börsungum í vil.
Jón Arnór var í byrjunarliðinu og lék í rétt rúmar 32 mínútur. Jón gerði 5 stig í leiknum og gaf 1 stoðsendingu. Joe English var stigahæstur hjá Granada með 25 stig. Í liði Börsunga var Juan Carlos Navarro atkvæðamestur með 24 stig.
 
Eins og fyrr segir hefur Granada tapað tveimur fyrstu leikjunum sínum á tímabilinu en Börsungar unnið báða sína. Næsti leikur hjá Jóni og Granda er gegn Zaragosa þann 17. október næstkomandi.