Vigsla Örvars Kristjánssonar, nýráðins þjálfara Fjölnis, var hreint út sagt svakaleg þegar Grafarvogspiltar tóku á móti Hamri í þriðju umferð Iceland Express deild karla í kvöld. Tómas Heiðar Tómasson reyndist hetja Fjölnis þegar hann varði skot frá Andre Dabney um leið og flautan gall.
Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir Fjölnismenn, þeir voru að tapa boltanum og fá á sig mörg stig úr því og fór fyrsti leikhluti 18-34 Hamar í vil. Þegar á leikinn leið var alltaf þessi 10 stiga munur á milli og voru Hamarsmenn með yfirhöndina í leiknum fyrstu 3 leikhlutana.
 
Þegar í síðasta leikhluta kom voru Fjölnismenn farnir að draga vel á þá og leikurinn orðinn virkilega spennandi og bæði lið voru að gera vel og voru mistök dýrkeypt. Ægir Þór setur niður þrist þegar ein mínúta er eftir og kemur Fjölni yfir í 79 -78
 
Síðustu sekúndur voru rafmagnaðar og stemmningin mikil í húsinu, aðeins eins stigs munur, staðan 81 -80 fyrir Fjölni og 2,2 sek eftir þegar Hamar fær innkast. Þeir koma boltanum í hendurnar á Dabney sem keyrir í átt að körfunni og ætlar í 2 stiga skot en þá kemur Tómas Tómasson með flugi og hamrar boltan útaf og leiktíminn rennur út.
 
Fjölnismenn ánægðir með fyrsta sigur á tímabilinu og var þetta mikilvægt fyrir liðið og nýráðinn þjálfara að byrja með svona leik.
 
„Mjög mikill karakter í þessu liði, gríðalega sáttur með baráttusigur og var þetta fyrsta markmið okkar, það var að vinna þennan leik og það tókst. Við vorum að vinna lið sem vann KR í síðasta leik og voru Hamarsmenn fullir af sjálfstrausti. Ég er mjög ánægður með þessa ungu drengi og við eigum eftir að fara yfir fullt af hlutum, en númer 1,2,3 var að vinna þennan leik.“
 
Fjölnir: Ben Stywall 22/10 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 19/9 fráköst/7 stoðsendingar, Tómas Heiðar Tómasson 15, Elvar Sigurðsson 8, Arnþór Freyr Guðmundsson 4, Hjalti Vilhjálmsson 4/4 fráköst, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 4, Jón Sverrisson 3, Sindri Kárason 2, Einar Þórmundsson 0, Sigurður Þórarinsson 0, Jón Rúnar Arnarson 0.
 
Hamar: Andre Dabney 29/6 fráköst/5 stoðsendingar, Darri Hilmarsson 22/6 fráköst, Ellert Arnarson 10, Nerijus Taraskus 8/4 fráköst, Ragnar Á. Nathanaelsson 6/9 fráköst, Svavar Páll Pálsson 5/4 fráköst, Bjarni Rúnar Lárusson 0, Bjartmar Halldórsson 0, Kjartan Kárason 0, Mikael Rúnar Kristjánsson 0, Snorri Þorvaldsson 0, Stefán Halldórsson 0.
 
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Steinar Orri Sigurðsson
 
Umfjöllun: Karl West Karlsson