Örvar Kristjánsson sem tók við þjálfun Fjölnis í Iceland Express deild karla í gærkvöldi var þjálfari unglingaflokki, 8. og 9. flokks karla í Njarðvík en lét af þeim starfa um leið og hann tók við Grafarvogsliðinu. Einar Árni Jóhannsson og Friðrik Ragnarsson taka við keflinu af Örvari.
Einar tekur við unglingaflokki fyrir Örvar en Friðrik Pétur Ragnarsson tekur við 8. og 9. flokki drengja en hann þjálfaði lið Grindavíkur í Iceland Express deild karla á síðasta tímabili.