Athygli vekur að miðherjinn Friðrik Erlendur Stefánsson er í leikmannahópi Njarðvíkinga í kvöld og þegar þetta er ritað er kappinn kominn með 2 stig og 3 fráköst þegar Grindavík leiðir gegn Njarðvík 28-49 í Ljónagryfjunni í Iceland Express deild karla. Mínúta er til hálfleiks.
 
Friðrik hefur ekki tekið þátt í undirbúningstímabilinu hjá Njarðvíkingum en hafði í raun heldur ekki gefið út að hann væri hættur. Samkvæmt heimildum Karfan.is hefur Friðrik mætt á nokkrar æfingar undanfarið og er eins og fyrr segir kominn á parketið en það virðist lítið hjálpa Njarðvíkingum um þessar mundir sem eru að fá útreið frá grönnum sínum í Grindavík.