Í kvöld hefst fimmta umferðin í Iceland Express deild kvenna þegar Njarðvíkingar taka á móti Grindavík í Ljónagryfjunni. Leikurinn hefst kl. 19:15. Njarðvíkingar eru í 3. sæti deildarinnar með 6 stig en Grindavík í 6. sæti með 2 stig.
Njarðvík gerði góða ferð á Ásvelli í síðustu umferð og skellti Haukum 60-85 en Grindvíkingar tóku á móti Hamri á heimavelli og máttu sætta sig við naumt tap 75-81.
 
Aðrir leikir dagsins:
 
2. deild karla kl. 20:00
Hekla-Reynir Sandgerði
 
Unglingaflokkur kvenna kl. 20:00
Snæfell-Keflavík