Í dag fór leikur Fjölnis og Keflavík fram í Dalhúsum í Iceland Express deild kvenna, þetta var lítið spennandi leikur. Frá fyrstu mínútu tók Keflavík forystuna og var staðan 12 – 2 fyrir Keflavík eftir 3 mín leik og svona hélt það áfram út leikinn, Fjölnisstúlkur náðu ekki að halda í við sterkt lið Keflavíkur. 
Lokatölur reyndust 39-93 Keflavík í vil sem tróna á toppi deildarinnar ásamt Hamri en bæði lið hafa unnið fjóra fyrstu leiki sína á tímabilinu. Fjölnir situr á botni deildarinnar án stiga.
 
„Þrátt fyrir 53 stiga sigur vantaði alla leikgleði í hópinn, svo sem lítið annað að segja við svona sigri,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson þjálfari Keflavíkur í samtali við Karfan.is í leikslok.
 
 
Umfjöllun: Karl West Karlsson