Grindvíkingar sitja ekki auðum höndum þessa dagana því danski bakvörðurinn Ida Tryggedsson er farin af landi brott en í hennar stað er bandaríski leikmaðurinn Charmaine Clark mætt í Grindavík. 
,,Clark er bakvörður frá Miami University og á að geta spilað allar bakvarðastöðurnar. Hún er eins og allir aðrir sem koma hingað, hörku góð þangað til annað kemur í ljós,” sagði Jóhann Þór Ólafsson léttur í spjalli við Karfan.is.
 
,,Svo stendur til að fylla það skarð sem að Ida skildi eftir sig. En það verður erfitt þar sem að hún var og er fanta góður leikmaður og hefði nýst okkur afar vel í vetur.”
 
Ljósmynd/ Clark kemur til Grindavíkur frá Miami University