Íslandsvinurinn Nick Bradford er orðin 32 ára og er alls ekki hættur í boltanum. Nýverið skrifaði þessi litríki leikmaður undir samning við CSU Sibiu í Rúmensku úrvalsdeildinni. 
 Á heimasíðu liðsins er sagt að Bradford sé engin nýgræðingur í Evrópu boltanum og talin eru upp þau land sem kappinn hefur komið við. Bradford spilaði sem kunnugt er með Njarðvíkingum á síðasta tímabili en þrátt fyrir að Njarðvíkingar hafi dottið út í úrslitakeppninni fór Bradford lengra því hann kláraði tímabilið í Keflavíkurbúning  eftir að Draelon Burns meiddist.