Keppni í 1. deild karla fór af stað á miðvikudaginn með einum leik og í gær var einnig einn leikur á dagskránni. Í kvöld eru tveir leikir, Þór Þorlákshöfn var enda við að leggja Ármenninga og leikur Vals og Þórs frá Akureyri stendur yfir.
KKÍ fékk þjálfara og formann liðanna í 1. deildinni til að spá fyrir um komandi tímabil.
Alls voru 20 manns með atkvæðarétt en 15 skiluðu sinni spá.
 
Samkvæmt henni spá flestir því að Breiðablik endurheimti sæti sitt í efstu deild að ári. Skallagrím og Þór Akureyri er spáð í sama sæti sem jafnframt er síðasta sæti inni í úrslitakeppni 1. deildar karla þar sem fjögur lið leika um 2. sæti deildarinnar sem gefur sæti í Iceland Express-deildinni árið 2011-2012.
 
Gefin voru 10 stig fyrir efsta sæti og 1 fyrir neðsta sæti.
 
Spáin 2010-2011 Hæsta gildi 150 • Lægsta gildi 15
1. Breiðablik 141
3. Valur 129
3. Þór Þorlákshöfn 123
4. Þor Akureyri 96
5. Skallagrímur 96
6. Fsu 77
7. Ármann 53
8. Laugdælir 44
————–
9. Höttur 39
10. Leiknir 27