Úrvalsdeildarlið ÍR var á Flúðum um helgina við æfingar og að undirbúa sig fyrir átök vetrarins. Þeir gáfu sér líka góðan tíma í að stjórna einni æfingu fyrir börnin í bænum og næsta nágrenni. Það er nokkuð ljóst að Hrunamenn eiga frábæra körfuboltamenn og krakka og er því framtíðin björt að sögn þeirra ÍR-inga sem dvöldu að Flúðum um helgina. 
Sveinbjörn Claessen og Vilhjálmur Steinarsson stjórnuðu æfingunni af miklum myndarskap en féllu smá í skuggan þegar leikmaður ÍR ættaður frá Bandaríkjunum kom í heimsókn, Kelly Beidler. Þótti krökkunum mikið til hans koma. Með fylgjandi mynd tók Árni Þór Hilmarsson íþróttakennari og körfuboltagúru ættaður frá Syðra-Langholti.